Innlent

Framtíð húsanna við Lækjartorg rædd í Ráðhúsinu

Niðurrifsstarf í brunarústunum við Lækjartorg hefur verið stöðvað á meðan næstu skref verða ákveðin um framtíð lóðarinnar. Nú stendur yfir fundur í Ráðhúsinu þar sem þessi mál eru rædd en öll vinnan miðast við þá pólitísku yfirlýsingu borgarstjóra að götumyndin verði endurreist í sem upprunalegustu mynd.

Vinnuvélarnar stóðu hreyfingarlausar við brunarústirnar við Lækjartorg í morgun enda hafa menn tekið ákvörðun um að staldra við og ákveða næstu skref.

Boðað var til fundar í skyndi í Ráðhúsinu nú fyrir hádegi með fulltrúum skipulagsmála í borginni, Húsfriðurnarnefndar, Borgarminjarvarðar, byggingafulltrúa, fulltrúa borgarstjóra auk þess sem samband við við aðra sem málið varða.

Lögregla rannskara nú brunaupptök og eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hefur ekkert verið útilokað í þeim efnum, ekki heldur að eldurinn hafi verið af manna völdum. Lögregla verst allra frétta af rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×