Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu 23. apríl 2007 18:30 MYND/Stöð 2 Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis. Stóriðja Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis.
Stóriðja Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira