Körfubolti

Jafnt hjá Utah og Houston

Carmelo Anthony og félagar í Denver misstu af gullnu tækifæri til að komast yfir í einvíginu við San Antonio í gærkvöldi
Carmelo Anthony og félagar í Denver misstu af gullnu tækifæri til að komast yfir í einvíginu við San Antonio í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Utah Jazz náði í nótt að jafna metin í einvígi sínu við Houston Rockets í 2-2 í úrslitakepninni í NBA deildinni. San Antonio vann mikilvægan útisigur á Denver og náði forystu 2-1 í einvíginu og Cleveland er komið í þægilega 3-0 forystu gegn Washington.

Utah lagði Houston örugglega 98-85 á heimavelli sínum. Deron Williams skoraði 25 stig fyrir Utah en Yao Ming skoraði 20 stig fyrir gestina, sem hafa nú glutrað niður 2-0 forystu í einvíginu. Næsti leikur fer fram í Houston á mánudagskvöldið.

San Antonio lagði Denver 96-91 með góðum spretti í þriðja leikhluta. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio en Carmelo Anthony skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst fyrir Denver. Næsti leikur er einnig í Denver.

Loks vann Cleveland 98-92 á útivelli og þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að komast í aðra umferð. LeBron James skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en Antawn Jamison skoraði 38 stig og hirti 11 fráköst hjá Washington.

Fyrr í gærkvöldi tryggði Detroit sér sæti í næstu umferð með 97-93 sigri á Orlando á útivelli og vann einvígið 4-0. Fjórði leikur Miami og Chicago fer fram klukkan 17 í dag og verður sýndur beint á Sýn Extra. Chicago getur slegið meistarana úr keppni með sigri og er yfir 3-0 í seríunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×