Fótbolti

Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar

NordicPhotos/GettyImages

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum með því að bera sigurorð af Chelsea í kvöld. Liverpool vann leikinn 1-0 og því þurfti að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Leikmenn Liverpool sýndu stáltaugar í vítakeppninni og mæta Milan eða Manchester United í úrslitum.

Daniel Agger skoraði mark Liverpool eftir 22 mínútur í kvöld og staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-0 og því 1-1 samtals eftir sigur Chelsea í fyrri leiknum. Dirk Kuyt skoraði reyndar mark fyrir Liverpool í framlengingunni en hann var dæmdur rangstæður.

Vítakeppnin byrjaði ekki vel fyrir Chelsea, því eftir að Bolo Zenden kom þeim rauðu yfir með fyrstu spyrnunni, klikkaði Arjen Robben á sinni fyrir Chelsea þar sem Reina varði frá honum. Xabi Alonso skoraði af öryggi úr annari spyrnu Liverpool, Frank Lampard svaraði fyrir Chelsea og Steven Gerrard kom Chelsea í 3-1 með því að skora úr sinni spyrnu. Þá var röðin komin að Geremi hjá Chelsea, en hann lét Reina verja frá sér og Dirk Kuyt innsiglaði svo sigur Liverpool með því að skora úr síðustu spyrnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×