Dýr mundu jakkafötin öll Jónas Haraldsson skrifar 2. maí 2007 09:10 Þessi Hickey Freeman jakkaföt kosta einmitt 1.495 dollara, eða um 96 þúsund íslenskar krónur. MYND/Vísir Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra. Erlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra.
Erlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira