Körfubolti

Naumur sigur hjá San Antonio

Manu Ginobili hefur ekki verið með sjálfum sér í úrslitakeppninni en hann var öflugur í síðari hálfleiknum í nótt
Manu Ginobili hefur ekki verið með sjálfum sér í úrslitakeppninni en hann var öflugur í síðari hálfleiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages

San Antonio er komið í vænlega 3-2 stöðu í einvíginu við Phoenix í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir nauman 88-85 sigur á útivelli í nótt. Phoenix liðið var án tveggja lykilmanna sem voru í leikbanni, en hafði undirtökin fram á lokamínúturnar. Cleveland klúðraði á sama tíma möguleika sínum á að komast í úrslit Austurdeildar með því að steinliggja 83-72 á heimavelli fyrir New Jersey.

Manu Ginobili var sterkur í síðari hálfleiknum í nótt og skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio. Tim Duncan skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og varði 5 skot. Shawn Marion skorai 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 19 stig og 12 stoðsendingar, en liðið saknaði Amare Stoudemire og Boris Diaw mikið.

Jason Kidd var enn og aftur besti maður New Jersey þegar liðið skellti Cleveland á sannfærandi hátt á útivelli í nótt. Kidd skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst, Ricard Jefferson skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst og Mikki Moore skoraði 14 stig. Vince Carter skoraði aðeins 12 stig og hefur algjörlega brugðist liði sínu í úrslitakeppninni. New Jersey skoraði aðeins 6 stig í fjórða leikhlutanum en hafði samt nokkuð þægilegan sigur, því Cleveland - sem þó var á heimavelli - skoraði þá aðeins 13 stig. LeBron James skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgauskas 16, en þessi leikur fer ekki í sögubækurnar fyrir glæsileika. Cleveland hefur yfir 3-2 í einvíginu en næsti leikur er í New Jersey.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×