Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2007 12:31 Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki. Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki.
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira