Ég hef aldrei séð annað eins 9. júní 2007 18:15 Friðrik Ingi segir uppákomuna í Mónakó í dag með hreinum ólíkindum Mynd/Vilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira