Viðskipti innlent

SPRON tekur 200 milljóna evra sambankalán

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis.

SPRON hefur gengið frá samningi um 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára. Þetta jafngildir tæpum 17,3 milljörðum íslenskra króna, og er stærsta sambankalán í sögu bankans.

Spron hlaut góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og var mikil umframeftirspurn meðal fjárfesta, að því er segir í tilkynningu frá sparisjóðnum. Stóð upphaflega til að taka 100 milljónir evra, jafnvirði rúmra 8,6 milljarða króna, að láni en vegna mikillar eftirspurnar hækkaði bankinn heildarfjárhæð lánsins í 200 milljónir.

Alls tók 21 alþjóðlegur banki þátt í láninu en yfirumsjón með því höfðu BayernLB, DZ Bank AG, Fortis Bank, HSH Nordbank AG, Raiffeisen Zentralbank Österreich AG og Sumitomo Mitsui Banking Corporation.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×