Hamas herðir tökin á Gaza Jónas Haraldsson skrifar 14. júní 2007 11:06 Vígamenn Hamas sjást hér ganga um götur Gaza í morgun. MYND/AFP Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess. Erlent Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Harðir bardagar geysa nú á Gaza svæðinu á milli Hamas og Fatah. Fregnir herma að Hamas hafi náð stjórn á nær öllu svæðinu. Átökin eiga sér stað þrátt fyrir að leiðtogar fylkinganna tveggja hafi náð samkomulagi um vopnahlé seint í gærkvöldi. Vopnaður armur Hamas sagðist í morgun engar skipanir hafa fengið um að leggja niður vopn sín og stuttu seinna skipaði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah samtakanna, varðsveitum sínum að svara árásum Hamasliða. Búist er við yfirlýsingu frá Abbas síðar í dag um framtíð þjóðstjórnarinnar. Heimildarmenn úr innsta hring Abbas segja að hann sé að velta fyrir sér hvort gera eigi breytingar á ríkisstjórninni eða hætta stjórnarsamstarfi með Hamas. Fatah myndaði þjóðstjórn með Hamas samtökunum í febrúarlok á þessu ári og hefur hún enst rúma þrjá mánuði. Í dag setti Hamas Fatah þann úrslitakost að leggja niður vopn fyrir klukkan fjögur á morgun ellegar láta taka þau af sér með valdi. Fyrr í morgun tóku Hamas samtökin yfir eina af aðalbyggingum öryggissveita Fatah hreyfingarinnar. Fólkinu sem var innandyra var gefinn frestur til þess að forða sér áður en árásin var gerð. Nú rétt í þessu var Hamas svo að krefjast þess að Fatah yfirgefi aðra mikilvæga byggingu en enn hefur ekki verið brugðist við því. Að minnsta kosti 17 manns létu lífið í átökum á Gaza svæðinu í gær. Vitni að bardögunum segja að svo virðist sem Hamas sé að síga fram úr í baráttunni um völdin á svæðinu. Átökin hófust á laugardaginn síðastliðinn og áköll um vopnahlé hafa ítrekað verið virt að vettugi. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði þær vera að íhuga hvort senda ætti friðargæsluliða á svæðið. Hann sagði Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, hafa haft orð á því. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig sagt að það væri einn af möguleikunum í stöðunni. Hingað til hafa Ísraelar ekki viljað friðargæsluliða á Gaza svæðinu þar sem þeir telja að þeir muni flækjast fyrir öryggisaðgerðum þeirra. Hamas samtökin sögðu síðan í morgun að þau myndu aldrei samþykkja alþjóðlegt friðargæslulið við landamæri Gaza og Egyptalands. Litið yrði á slíkt lið sem óvinveitt hersetulið, án tillits til þjóðernis þess.
Erlent Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira