Marel sækir inn á Kínamarkað 18. júní 2007 11:46 Kristmann Kristmannsson, ráðgjafi í fiskiðnaði hjá Marel, Ng Joo Kwee, framkvæmdastjóri hjá Pacific Andes og Jens Bjarnason, hópstjóri hugbúnaðarhóps hjá Marel, við yfirlitsmynd af verksmiðjusvæðinu sem nú er í byggingu. Mynd/Marel Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira