ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Jónas Haraldsson skrifar 20. júní 2007 11:35 Hver veit nema þú gætir orðið einn af geimförum ESA í framtíðinni? MYND/AFP Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna. Erlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna.
Erlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira