Viðskipti innlent

Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum

Ein af vélum Ryanair.
Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir þetta þriðja tilboð á miðum frá Ryanair á tveimur mánuðum og vera svar við mikilli samkeppni.

Greiningardeildin segir í Vegvísi sínum í dag að útsalan nú þyki koma á undarlegum tíma þar sem sumarfríatímabilið er á næsta leiti í Evrópu.

Gengi bréfa í Ryanair lækkaði um 3,7 prósent í dag og en gengi bréfa í EasyJet um 2,7 prósent. Greiningardeildin bendir á að hún hafi gert ráð fyrir fimm prósenta hagnaðaraukningu hjá Ryanair á árinu. Gangi það eftir verður þetta minnsti hagnaður flugfélagsins í fjögur ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×