Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl 24. júní 2007 20:30 David Coulthard kann góða skýringu á velgengni McLaren liðsins NordicPhotos/GettyImages David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira