Hamilton gleymir ekki börnunum 25. júní 2007 12:45 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi. Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hefur unnið hug og hjörtu allra sem fylgjast með Formúlu 1 í ár og um helgina kom hann fyrst fram opinberlega í heimalandinu síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með McLaren liðinu. 2000 manns fögnuðu honum við sérstaka athöfn eftir hraðahátíðina í Goodwood. "Það var frábært að sjá allt þetta fólk og heyra viðbrögð þess. Ég hef aldrei upplifað svona áður og vissi ekki við hverju ég ætti að búast," sagði hinn ungi Hamilton, sem var umkringdur hafsjó aðdáenda í rigningunni. "Ég vona að þetta sé aðeins forsmekkurinn af Silverstone kappakstrinum eftir tvær vikur en ég veit enn ekki hverju ég á að búast þar ennþá. Vonandi verður það enn betra," sagði Hamilton. Börnin voru ekki síður spennt að sjá hetjuna sína en þeir eldri og mynduðu þau stóran hring í kring um hina 22 ára gömlu aksturshetju sem hefur unnið tvær síðustu keppnir í Formúlu 1. Hamilton er ekki búinn að gleyma því hvernig var að vera ungur aðdáandi. "Ég man vel eftir því þegar ég var að keppa á körtum þegar ég var 10 ára gamall og fór upp að hetjunum mínum til að fá áritun frá þeim. Flestir þeirra litu ekki við mér og stormuðu framhjá mér. Ég var því ákveðinn í því að ef ég kæmist einn daginn í Formúlu 1, myndi ég alltaf gefa mér tíma með börnunum og horfa í augu þeirra þegar ég gæfi þeim áritun," sagði Hamilton og bætti við heilræðum til ungu kynslóðarinnar. "Gefist aldrei upp - ekki undir neinum kringumstæðum. Þetta á við um keppni sem og lífið sjálft. Maður verður að halda áfram að berjast í gegn um erfiðleikana við hvaða aðstæður sem er - þannig er ég bæði í keppni og öðru. Ef maður heldur áfram að berjast, gerast alltaf góðir hlutir fyrr eða síðar," sagði ökuþórinn ungi.
Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn