Þrír titlar í viðbót í skylmingunum

Íslenska skylmingalandsliðið bætti í dag þremur titlum í sarpinn á Norðurlandamótinu. Ragnar Ingi Sigurðsson FH varð í dag Norðurlandameistari í opnum flokki í skylmingum með höggsverði. Þorbjörg Ágústsdóttir SFR varð Norðurlandameistari í kvennaflokki fyrr í dag. Þar með hafa íslensku stúlkurnar náð öllum Norðurlandameistaratitlum í kvennaflokkum á mótinu. Sindri Snær Freysson hampaði Norðurlandameistaratitli í barnaflokki 13 ára og yngri.