Körfubolti

Stórskyttan Navarro á leið til Washington

Navarro er hér í viðtali eftir leik með Barcelona í vetur
Navarro er hér í viðtali eftir leik með Barcelona í vetur NordicPhotos/GettyImages

Spænska stórskyttan Juan Carlos Navarro hjá körfuboltaliði Barcelona hefur fengið sig lausan undan samningi við félagið og hefur ákveðið að ganga í raðir Washington Wizards í NBA deildinni. Washington átti réttinn á hinum 27 ára gamla Navarro sem segir það draum fyrir sig að fá að reyna sig meðal þeirra bestu.

Navarro á að baki einn Evróputitil og fjóra Spánarmeistaratitla með Barcelona og var einnig í liði Spánverja sem varð heimsmeistari síðasta haust. Navarro er almennt álitin einhver besta skytta Evrópu og er með 40% þriggja stiga nýtingu á níu ára ferli sínum. "Ég er þakklátur félaginu að leyfa mér að elta draum minn og spila með þeim bestu í NBA deildinni. Ég hef alltaf trúað að þar ætti ég heima og nú ætla ég að skora eins marga þrista og ég mögulega get á völlunum í NBA deildinni," sagði Navarro kátur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×