Körfubolti

Vopnaðir menn rændu Antoine Walker

Antoine Walker hefur ekki heppnina með sér í heimaborg sinni
Antoine Walker hefur ekki heppnina með sér í heimaborg sinni NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Antoine Walker hjá Miami Heat í NBA deildinni lenti í óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi þegar vopnaðir ræningjar stálu öllu steini léttara í íbúð hans í Chicago. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Walker er rændur á ferli sínum í NBA.

Fréttum frá Bandaríkjunum ber reyndar ekki saman um málsatvik en á meðan forráðamenn Miami segja að Walker hafi ekki verið heima þegar brotist var inn í íbúðina - segja vitni að Walker hafi þurft að horfa í byssuhlaup á meðan peningum, skartgripum og bíl hans var stolið í Chicago.

Walker var rændur árið 2000 þegar hann spilaði með Boston Celtics. Þá sat hann í bíl ásamt félaga sínum Nazr Mohammed fyrir utan veitingastað í Boston þegar vopnaðir menn réðust að þeim og rændu þá - þar á meðal úri sem kostaði 55,000 dollara. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×