Viðskipti innlent

Storebrand keyrir fram úr væntingum

Höfuðstöðvar Storebrand.
Höfuðstöðvar Storebrand.

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu.

Kaupþing á fimmtung í norska félaginu, sem er fært sem hlutdeildarfélag í reikningum bankans en það þýðir að Kaupþing færir til bækar hlutdeild í hagnaði Storebrand en ekki gengismun. Hlutur Exista í Storebrand nemur 5,56 prósentum.

Í Vegvísi Landsbankans í dag kemur fram að tekjur af iðgjöldum hafi numið 4.397,5 milljónum norskra króna, sem er tæplega helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur stóðu hins vegar nokkurn veginn í stað á milli ára, að sögn voru hins vegar nokkurn veginn þær sömu milli ára.

Að sögn Landsbankans brugðust fjárfestar jákvætt við uppgjöri Storebrand en gengi bréfa í félaginu hækkaði um tæp fjögur prósent í viðskiptum dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×