Viðskipti innlent

LME með rúman þriðjung bréfa í Stork

Hörður Arnarson, forstjóri Marel.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel. Mynd/E.Ól.

Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna.

Að sögn Financial Times eru 43 prósent hluthafa Stork mótfallnir yfirtökutilboði Candover í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 47 evrur á hlut en í kjölfar yfirtökubaráttunnar hefur það hækkað og staðið lengi á bilinu 48 til 49 evrur á hlut.

Marel, sem á fimmtung í LME á móti jöfnum fjörutíu prósenta hlut Eyris Invest og Landsbankans, átti fyrir um 25 prósenta hlut í iðnsamsteypunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×