Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.
Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest það sem af er dags, eða um 3,05 prósent. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega í morgun en það snerist fljótlega við.
Úrvalsvísitalan fór hæst í 9,090 stig skömmu eftir miðjan síðasta mánuð en hefur lækkað talsvert síðan þá. Þetta jafngildir því að vísitalan hafi hækkað um 23,69 prósent frá áramótum.