Viðskipti innlent

Exista lækkaði mest í Kauphöllinni

Félög sem þeir bræður Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru stórir hluthafar í,  lækkaði mikið í Kauphöllinni í dag. Þar af bréf Exista um 8,32 prósent og Bakkavarar um 4,12 prósent.
Félög sem þeir bræður Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru stórir hluthafar í, lækkaði mikið í Kauphöllinni í dag. Þar af bréf Exista um 8,32 prósent og Bakkavarar um 4,12 prósent. Mynd/Haraldur Jónasson

Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa lækkað mikið í dag. Þar á meðal féll Úrvalsvísitalan um 3,84 prósent og stendur hún í 7.572 stigum en vísitalan hefur ekki verið jafn lág síðan í byrjun apríl. Gengi Existu lækkaði mest, eða um 8,32 prósent. Fast á hæla félagsins fylgja Teymi, 365 og Icelandair Group.

Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað mikið víða um heim í dag í kjölfar lækkana á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Í Evrópu hefur breska FTSE-100 vísitalan lækkað um 3,68 prósent, hin þýska Dax um 2,04 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 2,97 prósent.

Þá lækkaði Nikkei-vísitalan um 1,9 prósent í Japan en Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu um 6,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×