Hinn færeyski Føroya Banki ætlar að setja á laggirnar útibú í Danmörku á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hlutabréf í bankanum eru skráð í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Føroya Banki segir aðstæður á dönskum bankamarkaði ríma vel við stefnu bankans.
Í tilkynningu Føroya Banka í dag kemur fram að Carlo Chow verði bankastjóri en Kim Linnemann framkvæmdastjóri en þeir hafa mikla reynslu úr dönsku fjármálalífi.