Viðskipti innlent

Tilboð Eyjamanna í Vinnslustöðina runnið út

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Mynd/Hari

Yfirtökutilboð Eyjamanna ehf., sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, til hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf. rann út á mánudag. Það hafði staðið frá 13. maí en framlengt í tvígang.

Tilboðið hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut og var sett til höfuðs yfirtökutilboði Stillu ehf., félags í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjáns­sonar frá Rifi á Snæfellsnesi, upp á 8,50 krónur á hlut

Eyjamenn keyptu 143.830 hluti í Vinnslustöðinni á tímabilinu en það jafngildir 0,01 prósenti hlutafjár í félaginu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar en þar segir að þettán hluthafar hafi tekið yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. Fyrir viðskiptin áttu Eyjamenn enga hluti í Vinnslustöðinni

hf. fyrir viðskiptin.

Eyjamenn ehf. og samstarfsaðilar eiga nú rétt rúman helming hlutafjár í félaginu, samkvæmt tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×