Opnaði iPhone Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 19:15 Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna. Georg Hotz tókst það sem margir hafa reynt - að aflæsa iPhone sem enn er bara seldur í Bandaríkjunum og aðeins hægt að nota með símkorti frá bandaríska símarisanum AT&T. Hann þurfti ekki fullkomnar græjur til verksins. Honum hafi verið bent á að nota gítarnögl til að opna tækið og það hafi gengið. Síðan hafi hann notað lóðbolta og mælitæki. Nú er leikur einn að nota símakort frá öðru fyrirtæki í tækinu. Þetta telja margir að opni fyrir notkun á iPhone utan Bandaríkjanna - nokkru áður en Apple ætlaði sér. Aðferð Hotz er þó ögn flóknari en hún virðist og því hætt við að einhverjir reyni og skemmi þá tækið sitt. Sérfræðingar á markaði telja ólíklegt að þetta hafi áhrif á AT&T í Bandaríkjunum. Óformlegt samkomulag sé í gildi mili símafyrirtækja þar í landi þannig að önnur fyrirtæki komi í veg fyrir að hægt verði að nota kort þeirra í iPhone. Hotz segist hafa lært mikið á fiktinu. Þetta hafi tekið hann allt sumarið. Í byrjun hafi vinir hans sagt að hann væri að sóa tíma sínum en nú væru þeir fullir aðdáunar. Hotz segist í framtíðinni ætla að leggja fyrir sig rannsóknir í taugavísindum. Hann vilji brjóta sér leið inn í heilann. Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna. Georg Hotz tókst það sem margir hafa reynt - að aflæsa iPhone sem enn er bara seldur í Bandaríkjunum og aðeins hægt að nota með símkorti frá bandaríska símarisanum AT&T. Hann þurfti ekki fullkomnar græjur til verksins. Honum hafi verið bent á að nota gítarnögl til að opna tækið og það hafi gengið. Síðan hafi hann notað lóðbolta og mælitæki. Nú er leikur einn að nota símakort frá öðru fyrirtæki í tækinu. Þetta telja margir að opni fyrir notkun á iPhone utan Bandaríkjanna - nokkru áður en Apple ætlaði sér. Aðferð Hotz er þó ögn flóknari en hún virðist og því hætt við að einhverjir reyni og skemmi þá tækið sitt. Sérfræðingar á markaði telja ólíklegt að þetta hafi áhrif á AT&T í Bandaríkjunum. Óformlegt samkomulag sé í gildi mili símafyrirtækja þar í landi þannig að önnur fyrirtæki komi í veg fyrir að hægt verði að nota kort þeirra í iPhone. Hotz segist hafa lært mikið á fiktinu. Þetta hafi tekið hann allt sumarið. Í byrjun hafi vinir hans sagt að hann væri að sóa tíma sínum en nú væru þeir fullir aðdáunar. Hotz segist í framtíðinni ætla að leggja fyrir sig rannsóknir í taugavísindum. Hann vilji brjóta sér leið inn í heilann.
Erlent Fréttir Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira