Bakslag í Bandaríkjunum 28. ágúst 2007 20:37 Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira