Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku.
Í tilkynning frá fyrirtækinu kemur fram að Arnar sé löggiltur endurskoðandi og hafi reynslu af störfum sem endurskoðandi auk þess að hafa komið að ýmsum fyrirtækja- og fjárfestingaverkefnum.