Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári 31. ágúst 2007 14:03 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Deildin telur lausafjárkrísu vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum hafa gengið yfir en spáir enn óstöðugleika á fjármálamarkaði og háu áhættuálagi. Mynd/E.Ól. Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a> Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a>
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira