Viðskipti innlent

Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. Mynd/Teitur

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára.

Í uppgjörinu kemur fram að hreinar rekstrartekjur SPRON námu tæpum 15 milljörðum króna sem er 192 prósenta aukning á milli ára.

Eigið fé nam rúmum 39,5 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár 64 prósent á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall var 13,6 prósent í lok tímabilsins.

Stofnfjáreigendur SPRON samþykktu á fundi stofnfjárfundi 21. ágúst síðastliðinn að breyta sparisjóðnum í hlutafélag.

Uppgjör SPRON






Fleiri fréttir

Sjá meira


×