Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.
Í mánaðarskýrslu sjóðsins í ágúst í fyrra er tekið fram, að útlánin hafi dregist saman á milli mánaða. Skýringarnar eru taldar vera minni umsvif vegna sumarleyfa í mánuðinum og minni umsvifa á fasteignamarkaði.
Í skýrslunni nú kemur fram að heildarútlán sjóðsins í júlí og ágúst nemi samtals 11,7 milljarðar króna og er gert ráð fyrir að útlán á þriðja ársfjórðungi verði á milli 13-15 milljarðar króna. Tekið er fram að útlit sé fyrir að útlán sjóðsins verði um eða yfir efri mörkum útlánaáætlunar.