Viðskipti innlent

Hækkun á hlutabréfamarkaði

Wilhelm Pettersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað langtum meira en önnur félög í Kauphöllinni í dag.
Wilhelm Pettersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað langtum meira en önnur félög í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum.

Hlutabréfavísitölur í flestum löndum hafa hækkað í dag. Þar af hækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan um um 0,71 prósent við lokun markaða í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,60 prósent, hin þýska Dax-vísitala um 1,17 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,54 prósent.

Þá hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um 1,81 prósent og hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um 1,41 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×