Viðskipti innlent

Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánavextir sjóðsins eru óbreyttir.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánavextir sjóðsins eru óbreyttir. Mynd/E.Ól.

Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði.

Greiningardeild Glitnis bendir á í Morgunkorni sínu í dag að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hafi hækkað yfir allan vaxtaferilinn í morgun í þessu öðru útboði sjóðsins á þriðja ársfjórðungi.

Deildin bendir ennfremur á að sjóðurinn hafi áætlað að gefa úr 11 til 13 milljarða á tímabilinu en hafi nú gefið út 14,4 milljarða og sé það yfir væntingum. Þurfi hann því að hægja töluvert á útlánum í þessum mánuði ætli standa við áætlanir sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×