
Formúla 1
Raikkönen leggur línurnar á Spa

Kimi Raikkönen náði besta tíma allra á fyrstu æfingunum fyrir Spa kappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Ferrari-menn eru því vel stemmdir fyrir keppnina í skugga áfallsins sem McLaren liðið varð fyrir í gær, en þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso héldu þó haus og náðu öðrum og þriðja besta tímanum í Belgíu í morgun.