Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari verður á ráspól á Spa brautinni í Belgíu á morgun eftir að hann náði besta tímanum í líflegri tímatöku í dag. Raikkönen skákaði félaga sínum Felipe Massa með minnsta mögulega mun en Fernando Alonso hjá McLaren náði þriðja besta tímanum.
Hér má sjá lista yfir þá sem náðu besta tímanum í dag:
1. K Raikkonen (Ferrari)
2. F Massa (Ferrari)
3. F Alonso (McLaren)
4. L Hamilton (McLaren)
5. R Kubica (BMW)
6. N Rosberg (Williams)
7. N Heidfeld (BMW)