Viðskipti innlent

Hækkanahrina í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa rauk upp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Existu, sem þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eiga stóran hlut í hefur hækkað um tæp sjö prósent.
Gengi hlutabréfa rauk upp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Existu, sem þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eiga stóran hlut í hefur hækkað um tæp sjö prósent.

Gengi hlutabréfa tók stökkið við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær meira en vonir stóðu til. Fjármálafyrirtæki leiða hækkanahrinuna. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað langmest, eða um tæp 6,8 prósent.

Gengi fyrirtækja sem þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eiga stóra hluti í hefur sömuleiðis hækkað talsvert, eða um rúm þrjú prósent.

Ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er. 

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um um tæp 3,36 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur vísitalan í 7.898 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×