Stærsti fíkniefnafundur sögunnar 20. september 2007 11:32 Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið. Pólstjörnumálið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Lögregla lagði hald á tugi kílóa af ætluðum fíkniefnum í skútu á Fáskrúðsfirði í morgun. Nokkrir hafa verið handteknir en leit stendur enn yfir í skútunni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína til margra landa, að sögn lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hve mikið magn hafi fundist en Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að magnið hlaupi á tugum kílóa og líklega sé um að ræða stærsta fíkniefnafund Íslandssögunnar. Ekki hefur verið gefið upp hvers kyns fíkniefni er að ræða en Stefán Eiríksson segir að líklega sé um örvandi efni að ræða. Aðspurður sagði Stefán að tveir Íslendingar hefðu verið handteknir um borð í bátnum og þá var einn handtekinn á bryggjunni. Þá hefðu fleiri verið handteknir og aðgerðir stæðu enn yfir en ekki yrði upplýst að svo stöddu hvar þær færu fram og hverjir hefðu verið handteknir til viðbótar. Greint yrði frá því síðar. Að sögn Stefáns var aðgerðin skipulögð í samvinnu við alþjóðleg lögregluyfirvöld, þar á meðal Europol. Undibúningur hafi staðið yfir í marga mánuði og ríkislögreglustjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landhelgisgæslan hefðu komið að málinu hér á landi.Opin leið milli Evrópu og Íslands Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði samstarf þessara aðila hafa verið frábært og sagði að án Landhelgisgæslunnar hefði aðgerðin ekki heppnast eins vel. Þá sagði Haraldur að samvinna við Europol í málinu hefði aðallega farið fram í gegnum tengilið ríkislögreglustjóra hjá Europol, Arnar Jensson. „Lögregluaðgerðin á þeim fullrúa allnokkuð að þakka," sagði Haraldur. Haraldur sagði ljóst út frá þessu að breytingar á skipan lögreglumála undanfarin ár hefðu skilað árangri. Löggæslustofnanir væru farnar að vinna betur saman, þær ynnu nánast sem ein heild. Þá sagði Haraldur málið enn fremur sýna áð íslensk lögregluyfirvöld gætu ekki unnið nema með aðild að erlendum stofnunum. Enn fremur kom fram að lögregluyfirvöld hefðu verið í sambandi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem hefði fylgst með framvindu mála. Haraldur sagði enn fremur að aðgerðin hefði verið gríðarlega umfangsmikil og ljóst væri af henni að tryggja þyrfti hafnir landsins og styrkja lögreglu og Landhelgisgæslu því það væri í raun opin siglingaleið frá Evrópu til Íslands um Atlantshafið.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira