Viðskipti innlent

Lækkun í Kauphöllinni í kjölfar hækkunar

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í dag í Kauphöllinni.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, en gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í dag í Kauphöllinni.

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun í gær. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði mest, eða um 3,43 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði i Kauphöllinni, í Teymi og FL Group.

Gengi bréfa í Teymi hækkaði um 0,49 prósent en í FL Group um 0,41 prósent.

Þetta er í takti við gengi á fjármálamörkuðum víða í Evrópu í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,76 prósent og stendur í 7.876 stigum. Hún hefur hækkað um 22,87 prósent frá áramótum.

Í gær hækkaði vísitalan hins vegar um heil 3,88 prósent. Það fylgdi þróun á helstu mörkuðum eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×