Krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum 20. september 2007 18:41 Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi, Pólstjörnumálið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi,
Pólstjörnumálið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent