Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna 20. september 2007 19:26 Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira