Verðmæti fíkniefnanna áætlað rúmur hálfur milljarður króna 20. september 2007 19:26 Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun. Pólstjörnumálið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Upp komst um stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar í dag, þegar hald var lagt á að minnsta kosti sextíu kíló af amfetamíni í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Átta manns hafa verið handteknir í þremur löndum vegna málsins, þar af fimm Íslendingar. Lögregluyfirvöld þakka alþjóðlegu samstarfi árangurinn. Áætlað verðmæti fíkniefnanna er rúmur hálfur milljarður króna. Hröð atburðarrás dagsins hófst á Fáskrúðsfirði í birtingu þar sem þrír Íslendinganna voru handteknir. Þetta er skútan sem allt snýst um en hún liggur nú utan á varðskipinu Ægi í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Athygli vekur að engar merkingar sjást á skútunni, hvorki skrásetningarnúmer né nafn, en hún er 30 feta löng. Henni virðist hafa verið siglt inn á Fáskrúðsfjörð í skjóli nætur en þar beið komu hennar fjölmennt löggæslulið. Það var svo um sexleytið í morgun sem íbúar urðu þess fyrst varir að eitthvað mikið var á seyði og að mikil lögregluaðgerð væri í gangi en bryggjan þar sem skútan lagðist að var þá rýmd og lokuð umferð. Tveir menn voru handteknir um borð í skútunni. Þriðji maðurinn, sem beið komu skútunnar á bílaleigubíl á bryggjunni, var einng handtekinn á staðnum. Varðskipið sigldi því næst inn á fjörðinn og var skútan síðan flutt utan á skipið. Umfangsmikil leit hófst þegar um borð í skútunni með aðstoð fíkniefnahunds. Þar fundust að minnsta kosti 50 til 60 kíló af efni sem talið er vera amfetamín. Einnig fóru varðskipsmenn um fjörðinn á gúmbát og kafarar köfuðu í höfnina í kringum skútuna ef ske kynni að fíkniefnum hafi verið kastað frá borði. Ekkert slíkt fannst þó. Ekið var með þá tvo sem handteknir voru í skútunni frá Fáskrúðsfirði snemma í morguna landleiðina til Reykjavíkur en þriðji maðurinn sem tekinn var á bryggjunni var fluttur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis. Ríkislögreglustjóri þakkaði þeim sem komu að aðgerðum sérstaklega á fundinum í morgun.
Pólstjörnumálið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira