Íslenski boltinn

Heimir: Vonbrigðin komu í vor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Mynd/Stefán

Heimir Hallgrímsson segist vera sáttur við sína menn í ÍBV þó svo að liðið hafi sætið eftir í 1. deildinni.

ÍBV vann Fjölni í kvöld, 4-3, í æsilegum leik. Það dugði þó ekki til þar sem Þróttarar unnu sinn leik og þar með var fjórða sætið Eyjamanna. 

„Vonbrigðin komu fyrir löngu síðan,“ sagði Heimir. „Við höfum spilað mjög vel í seinni umferðinni og til að mynda unnið öll þessi topplið. En vonbrigði okkar felast í því hvernig við hófum mótið. Við fengum ekki framherja fyrr en um mitt mót og það skipti sökum hjá okkur. Það er því ekki hægt að vera vonsvikinn í dag. Félagið getur byggt á þessum árangri.“

Hann segir að Eyjamenn ætli alls ekki að leggja árar í bát og að þeir stefni upp á næsta ári. „Það eru allir leikmenn samningsbundnir áfram fyrir utan Ian Jeffs. Hann fer aftur til Örebro en hann var lánaður til okkar.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×