Liverpool lá heima 3. október 2007 20:37 Valbuena fagnar glæsilegu sigurmarki sínu á Anfield NordicPhotos/GettyImages Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti