Viðskipti innlent

Baugur kaupir í breskri íþróttavöruverslun

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sem hefur keypt eins prósents hlut í bresku íþróttavöruversluninni Sports Direct.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sem hefur keypt eins prósents hlut í bresku íþróttavöruversluninni Sports Direct.

Baugur hefur keypt eins prósents hlut í breska íþróttavöruversluninni Sports Direct. Kaupverð er ekki gefið upp. Breska blaðið Telegraph hefur eftir heimildamönnum, að verðmiðinn á félaginu hafi verið hagstæður enda hafi gengi þess fallið um rúman helming síðan það var skráð á markað í febrúar síðastliðnum.

Útboðsgengi félagsins var 300 pens á hlut en stendur nú í 143,25 pensum eftir að hafa hækkað lítillega í kjölfar kaupa Baugs.

Fyrirtækið hefur sömuleiðis þurft að horfa á eftir nokkrum af æðstu stjórnendum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×