Þýska blaðið Bild fullyrðir að heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 hafi undirritað viljayfirlýsingu um að ganga aftur í raðir Renault á næsta ári, að því gefnu að hann fái sig lausan hjá McLaren í vetur.
Samningur Alonso gildir út næsta tímabil en hann hefur ekki átt gott samstarf við forráðamenn McLaren á árinu síðan hann kom frá Renault.