Hamilton: Mér líður vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2007 17:19 Hamilton var brosmildur á Interlagos-brautinni í dag. Nordic Photos / Getty Images Lewis Hamilton sagði á blaðamannafundi eftir tímatökurnar í Brasilíu að honum liði vel fyrir keppni morgundagsins. „Bíllinn var góður og virtist mjög hraðskreiður. Ég náði mjög góðum hring en tapaði þó örlitlum tíma í lokabeygjunni. En ég er mjög ánægður og tel að ég verði á góðum stað í startinu á morgun,“ sagði Hamilton. Hann getur á morgun orðið yngsti heimsmeistari Formúlu 1 sögunnar en hann er á sínu fyrsta ári hjá McLaren. „Við erum fullir sjálfstrausts fyrir morgundaginn. Mér líður vel og hlakka mikið til. Ég er afslappður enda er brautin frábær og maturinn góður.“ Felipe Massa náði bestum tíma í tímatökunum og Hamilton varð annar. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og Fernando Alonso á McLaren fjórði. „Það er frábær tilfinning að ná ráspólnum hér í Brasilíu. Þetta er mjög tilfinningarík stund fyrir mig,“ sagði heimamaðurinn Massa. „Ég hafði áhyggjur af því að Hamilton myndi skjótast fram úr mér á lokasprettinum en lokahringurinn minn var sem betur fer nægilega góður.“ Kimi Raikkönen sagði að bíllinn sinn hafi verið góður. „Við erum í góðri stöðu og við munum gefa allt okkar í keppnina og sjá hvað gerist. Þetta verður löng keppni og því held ég að þeir sem ná mestu úr dekkjum sínum standi uppi sem sigurvegari.“ Massa er eini þeirra fjórmenninga sem á ekki möguleika á titlinum á morgun. „Ég er viss um að það verði hörð barátta, vonandi fyrir aftan mig. Keppnin verður örugglega skemmtileg fyrir áhorfendur en vonandi næ ég að halda forystunni allt til loka.“ Formúla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton sagði á blaðamannafundi eftir tímatökurnar í Brasilíu að honum liði vel fyrir keppni morgundagsins. „Bíllinn var góður og virtist mjög hraðskreiður. Ég náði mjög góðum hring en tapaði þó örlitlum tíma í lokabeygjunni. En ég er mjög ánægður og tel að ég verði á góðum stað í startinu á morgun,“ sagði Hamilton. Hann getur á morgun orðið yngsti heimsmeistari Formúlu 1 sögunnar en hann er á sínu fyrsta ári hjá McLaren. „Við erum fullir sjálfstrausts fyrir morgundaginn. Mér líður vel og hlakka mikið til. Ég er afslappður enda er brautin frábær og maturinn góður.“ Felipe Massa náði bestum tíma í tímatökunum og Hamilton varð annar. Kimi Raikkönen á Ferrari varð þriðji og Fernando Alonso á McLaren fjórði. „Það er frábær tilfinning að ná ráspólnum hér í Brasilíu. Þetta er mjög tilfinningarík stund fyrir mig,“ sagði heimamaðurinn Massa. „Ég hafði áhyggjur af því að Hamilton myndi skjótast fram úr mér á lokasprettinum en lokahringurinn minn var sem betur fer nægilega góður.“ Kimi Raikkönen sagði að bíllinn sinn hafi verið góður. „Við erum í góðri stöðu og við munum gefa allt okkar í keppnina og sjá hvað gerist. Þetta verður löng keppni og því held ég að þeir sem ná mestu úr dekkjum sínum standi uppi sem sigurvegari.“ Massa er eini þeirra fjórmenninga sem á ekki möguleika á titlinum á morgun. „Ég er viss um að það verði hörð barátta, vonandi fyrir aftan mig. Keppnin verður örugglega skemmtileg fyrir áhorfendur en vonandi næ ég að halda forystunni allt til loka.“
Formúla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira