Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan niður um tæp tvö prósent

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins lækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins lækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Íslensku fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina fóru ekki varhluta af alþjóðlegu lækkanaferli á hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í FL Group féll um 4,36 prósent en gengi bréfa í Existu um 3,67 prósent. Gengi bréfa í einungis tveimur félögum hækkaði eftir daginn, í Flögu og Föroya banka.

Gengi Flögu hækkaði um 1,42 prósent en gengi bréfa í færeyska bankanum hækkað um 23 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði að sama skapi um 1,97 prósent og stendur hún í 8.170 stigum.

Hlutabréfavísitölur fóru niður víða um heim í dag að Sensex-vísitölunni á Indlandi undanskildri.

Fjárfestar voru uggandi um þróun mála í Bandaríkjunum í dag eftir fall á fjármálamarkaði þar í landi á föstudag. Hins vegar hefur birt lítillega til. Dow Jones hlutabréfavísitalan hefur lækkað um rúm 0,4 prósent það sem af er dags en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,11 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×