Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 18:48 Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Liechtenstein í síðustu viku. Mynd/Peter Klaunzer Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira