Geir: Árangurinn er ástæðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2007 18:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36
Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01
Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48