Íslenski boltinn

Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari FH. Mynd/E. Stefán

Nýr landsliðsþjálfari verður kynntur á blaðamannafundi KSÍ klukkan 13.00 í dag. Samkvæmt heimildum Vísis verður Ólafur Jóhannesson ráðinn í starfið.

Á laugardaginn var tilkynnt að samningur Eyjólfs Sverrissonar núverandi landsliðsþjálfara verður ekki endurnýjaður en hann rennur út núna um mánaðarmótin.

Ólafur hefur þjálfað FH með góðum árangri undanfarin ár. Undir hans stjórn varð liðið þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.

Getgátur eru um að Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, verði ráðinn aðstoðarmaður hans. Leifur var aðstoðarmaður Ólafs hjá FH þar til hann réði sig til Fylkis fyrir tveimur árum.

Nöfn Willums Þórs Þórssonar og Guðjóns Þórðarsonar voru einnig með í umræðunni en samkvæmt heimildum Vísis ræddi Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, ekki við þá um starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×