Íslenski boltinn

Íslenska landsliðið ekki eins þýskt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur lék með Stuttgart og Herthu Berlín í Þýskalandi.
Eyjólfur lék með Stuttgart og Herthu Berlín í Þýskalandi. Mynd/E. Stefán

Nú þegar Ólafur Jóhannesson tekur við starfi Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfari Íslands lýkur þar með átta ára valdatíð fyrrum atvinnumanna í Þýskalandi í starfinu.

Árið 1999 var Atli Eðvaldsson ráðinn í starfið í stað Guðjóns Þórðarsonar. Atli lék á sínum tíma í Þýskalandi við góðan orðstír og hið sama gerði eftirmaður hans, Ásgeir Sigurvinsson. Eyjólfur tók svo við Ásgeiri árið 2005 og eins og alkunna er var hann líka lengi vel atvinnumaður í Þýskalandi.

Ólafur Jóhannsson var aldrei atvinnumaður í knattspyrnu en hann lék lengi hér á landi, síðast með FH árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×