Íslenski boltinn

Meistaradeildarfé greitt til íslenskra félaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

KSÍ hefur nú úthlutað þeim tæpu 20 milljónum sem sambandinu barst frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna tekna Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2006-7.

Þar að auki lagði KSÍ til sautján milljónir af eigin rekstrarfé. Öll knattspyrnulið á landinu sem sinna barna- og unglingastarfi fengu greiðslu.

Hingað til hafa tekjur Meistaradeildarinnar aðeins runnið til félaga í efstu deild en með innleiðingu leyfiskerfis í 1. deild karla uppfylltu félög í þeirri deild skilyrði UEFA til að hljóta greiðsluna.

KSÍ ákvað svo að leggja til greiðslur til annarra félaga sem sinna barna- og unglingastarfi en leika ekki í efstu eða næstefstu deild hér á landi.

Félög í Landsbankadeildinni hljóta 1,2 milljónir króna hvert, 1. deildarfélög 800 þúsund krónur og 2. deildarfélög 500 þúsund krónur. Félög í 3. deildinni sem og önnur félög hljóta 400 þúsund krónur hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×